Um Okkur
Borgargarðar byggja á yfir 30 ára reynslu Hjartar Jóhannssonar, skrúðgarðyrkjumeistara. Hjörtur hóf starfsemi sína árið 1997 eftir að hafa lokið námi í skrúðgarðyrkju og stofnaði Borgargarða árið 2003.
Borgargarðar hafa stækkað hægt og rólega, byggt upp bílaflotann, vinnuvélar og verkfæri og ávallt lagt áherslu á að veita trausta þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Okkar teymi samanstendur af hæfu starfsfólki sem býr yfir djúpri þekkingu og reynslu í alhliða garðaþjónustu. Þjónustan okkar nær yfir hellulögn, hleðslu, þökulögn og lóðabreytingar, allt framkvæmt af mikilli nákvæmni og umhyggju fyrir smáatriðum.
Við notum aðeins hágæða efni í okkar verk og leggjum mikið upp úr því að skila fallegum og vel unnum verkum. Við erum stolt
af þeim verkefnum sem við höfum framkvæmt og þeim mikla fjölda viðskiptavina sem endurtekið sækjast eftir þjónustu okkar.
Borgargarðar eru með aðsetur að Vesturvör 24 í Kópavogi.
