Plöntun

Við gróðursetjum sumarblóm, runna og tré fyrir fyrirtæki, bæjarfélög og stofnanir. Allar plöntur og tré sem við notum koma frá viðurkenndum gróðrarstöðvum sem tryggir gæði og heilbrigði gróðursins. Við bjóðum einnig upp á heildstæða ráðgjöf varðandi gróðursetningu, þar með talið val á plöntum, samsetningu þeirra við umhverfið, og viðhalds til að hámarka vöxt og endingu.

Að velja réttar plöntur fyrir tiltekið svæði getur haft afgerandi áhrif á útlit og viðhald svæðisins. Við leggjum áherslu á að velja tegundir sem eru vel aðlagaðar veðurfari og jarðvegi á hverjum stað sem dregur úr þörf fyrir umfangsmikið viðhald og eykur lífslíkur plöntunnar.