Leiksvæði
Við höfum margra ára reynslu í uppsetningu leiksvæða og tækja frá A til Ö. Við sérhæfum okkur í að skapa skemmtileg og örugg leiksvæði fyrir skóla, leikskóla og opin svæði. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af leiktækjum, þar á meðal kastala, rennibrautir, sandkassa, rólur, aparólur, trampólín og jafnvægissvæði sem öll eru hönnuð til að hvetja til hreyfingar og sköpunar.
Til að tryggja öryggi barna notum við gúmmíhellur á leiksvæðum. Þessar hellur eru vinsælar vegna þess að þær draga úr hættu á meiðslum og eru slitsterkar. Öll okkar leiktæki eru frá viðurkenndum framleiðendum og uppfylla strangar öryggiskröfur.
Ef að þú ert að íhuga að setja upp leiksvæði, hafðu samband við okkur til að fá ráðgjöf um hvernig hægt er að hanna leiksvæði sem hentar þínum þörfum. Það er mikilvægt að velja leiktæki sem eru viðeigandi fyrir aldur og þroska þeirra barna sem nota þau.


