Hellulagnir

Við sérhæfum okkur í hellulögn fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Óháð stærð verkefna höfum við þekkingu og reynslu til að takast á við margskonar verkefni í hellulögnum. Engin verkefni eru of stór eða of lítil fyrir okkar teymi.

Við höfum á að skipa starfsfólk með mikla reynslu, þar af sum sem hafa verið með okkur í næstum 20 ár. Við leggjum áherslu á að vanda til undirvinnu og notum aðeins hágæða efni í allar okkar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða grús, sand eða hellur. Þessi nákvæmni tryggir endingargóða og fallega niðurstöðu.

Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar um bestu lausnirnar miðað við þeirra þarfir og umhverfi. Ef þú ert að íhuga hellulögn fyrir heimilið, fyrirtækið þitt eða stofnun, ekki hika við að hafa samband til að ræða möguleika og fá tilboð.

Hægt er að sjá meira af verkefnum okkar í gallerí.