Garðaþjónusta
Við bjóðum upp á alhliða garðaþjónustu fyrir fyrirtæki, bæjarfélög og stofnanir. Þjónustan okkar felur í sér trjá- og runnaklippingar, garðslátt, beðahreinsun og almennt viðhald garða. Við tryggjum að réttar aðferðir séu notaðar til að viðhalda heilbrigði garðsins og sjáum um að hann líti ekki bara vel út heldur líka að hann sé hraustur.
Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar varðandi hversu oft þarf að klippa, áburðagjöf á gróður og slátt á flötum til að tryggja bestu mögulegu umhirðu. Ef þú þarft á áreiðanlegri og faglegri garðaþjónustu að halda, ekki hika við að hafa samband.


