Lóðabreytingar
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu í lóðabreytingum. Við hönnum og byggjum nýja garða frá grunni ásamt því að endurnýja og fegra gamlar lóðir. Við getum tekið að okkur verk frá grunni sem og unnið út frá teikningum frá landslagsarkitekt.
Endurnýjun eldri lóða getur falið í sér einfaldar útlitsbreytingar eða fleiri viðbætur eins og til dæmis að bæta við sólpalli, bæta við eða fjarlægja beð eða útbúa bílastæði. Við vinnum náið með viðskiptavinum til að skilja þeirra þarfir og bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem bæta bæði útlit og virkni útisvæða.


