Fjölbreytt garðaþjónusta

Alhliða þjónusta allt árið
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu í garðyrkju og landslagsmótun sem nær yfir allt frá lóðabreytingum, hellulögnum og hleðslum til þökulagna, uppbyggingu leiksvæða og jarðvinnu.
Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi þjónusta eru kjarninn í starfsemi okkar. Eingöngu hágæða efni eru valin fyrir okkar verkefni og við erum stolt af hæfileikaríku starfsfólki með áralanga reynslu.
Þjónusta Borgargarða
Yfir 30 ára reynsla í garðaþjónustu
Leiksvæði
Fyrir skóla, leikskóla og opin svæði
Hellulagnir
Bílaplön, göngustígar og dvalarsvæði
Þökulögn
Fyrir allar stærðir af lóðum
Garðaþjónusta
Alhliða þjónusta fyrir fyrirtæki, bæjarfélög og stofnanir
Lóðabreytingar
Byggjum garða frá grunni eða endurnýjum gamlar lóðir
Hleðslur
Hlöðum bæði úr tilbúnu efni og náttúrusteini
Plöntun
Sumarblóm, runnar og tré
Jarðvinna
Jarðvegsskipti í beðum, trjáplöntun og bílaplön


Borgargarðar
Borgargarðar byggja á yfir 30 ára reynslu Hjartar Jóhannssonar skrúðgarðyrkjumeistara. Hjörtur hóf starfsemi sína árið 1997 eftir að hafa lokið námi í skrúðgarðyrkju og stofnaði Borgargarða árið 2003.
Okkar teymi samanstendur af hæfu starfsfólki sem býr yfir þekkingu og reynslu í alhliða garðaþjónustu.
Þjónustan okkar nær yfir hellulögn, hleðslu, þökulögn og lóðabreytingar, allt framkvæmt af mikilli nákvæmni og umhyggju fyrir smáatriðum.
Við erum stolt af þeim verkefnum sem við höfum framkvæmt og þeim mikla fjölda viðskiptavina sem endurtekið sækjast eftir þjónustu okkar.
